| 
   
  
     
        | 
   
  
     |   | 
      
       
      Hlíf Sigurjónsdóttir er fædd í
      Kaupmannahöfn en ólst upp í
      Reykjavík. Hún nam fiðluleik hjá Birni
      Ólafssyni konsertmeistara við
      Tónlistarskólann í Reykjavík.
      Hún fór til framhaldsnáms hjá 
      Franco Gulli við Háskólann í Indiana og  
      Lorand Fenyves við Háskólann í Toronto
      í Kanada og hlaut þá styrk til að nema í tvo vetur 
      við hið þekkta
      listasetur Banff í Klettafjöllum Kanada.
      Síðar nam hún hjá Gerald Beal
      fiðluleikara í New York borg.
       
          Á námsárum sínum kynntist hún og
      vann með mörgum merkustu
      tónlistarmönnum tuttugustu
      aldarinnar, þar á meðal William Primrose, Zoltan
      Szekely, György Sebök, Rucciero Ricci og Igor Oistrach.
       
          Hlíf hefur haldið fjölda 
      einleikstónleika og leikið með
      sinfóníuhljómsveitum og
      kammersveitum víða um Evrópu, í
      Bandaríkjunum og Kanada. Haustið 2014 kom
      geisladiskurinn DIALOGUS út hjá MSR Classics
      í Bandaríkjunum með
      einleiksverkum í hennar flutningi, sem
      samin hafa verið sérstaklega fyrir hana. Maria Nockin,
      gagnrýnandi Fanfare Magazine, tilnefndi
      þann  disk CD of the year 2015.
 
          Haustið 2015 haust endurútgaf sama
      útgáfufyrirtæki tvöfaldan
      geisladisk, frá árinu 2008, þar sem hún
      lék allar sónötur og partítur fyrir
      einleiksfiðlu eftir Johann Sebastian Bach. Hafa
      báðir þessir diskar hlotið mikið lof
      gagnrýnenda. 
           janúar 2017 
               
       
        
          | 
             Nánar
             | 
              
                 
                  | 
              
                 
                  | 
                    
                 
                  | 
              
                 
                  | 
        
   |   | 
                 prenthæfar myndir
                 liggja að baki smámyndunum | 
                
           |  
   
      
 |