Von og birta
Hlíf Sigurjónsdóttir fiðluleikari og
Eva Þyri Hilmarsdóttir píanóleikari
flytja Vorsónötu Beethovens,
Sónatínu ópus 100 eftir Dvorák og Systur í Garðshorni
eftir Jón Nordal í Listasafni
Sigurjóns Ólafssonar sunnudaginn 3. júlí 2022
klukkan 17:00.
Verkin unnu þær stöllur með hléum á
meðan þjóðfélagið einkenndist af covid-lokunum og
menningarsneyð.
Verkefnavalið er því engin tilviljun, heldur
vítamín á vondum tímum; Birta
Vorsónötunnar gefur von um bjartari tíma, dásamleg
sveitastemning Dvořák sónatínunnar og
þjóðlagakennd glettni þeirra Ásu, Signýjar og
Helgu færir okkur sumarið og blómin. |