Að heiman
þingeysk tónlist í
léttum leik
nýtt íslenskt tónverk á
tónleikum í Húsavíkurkirkju
sunnudaginn 3. febrúar kl. 15:30
|
|
Þriðju tónleikar Hlífar
Sigurjónsdóttur til að minnast og heiðra fiðlu- og
tónmenningu
í Suður Þingeyjarsýslu verða í
Húsavíkurkirkju sunnudaginn 3. febrúar klukkan 15:30
| Efnisskrá
|
J.S. Bach: |
Sónata II í a moll, BWV 1003
grave
fuga
andante
allegro
|
Merrill Clark: |
Úr: The Sorceress
- Sigurjónsdóttir Sonata
Song
frumflutningur |
Rúna Ingimundar: |
Að heiman
þingeysk þjóðlög í
léttum leik
frumflutningur |
Eugène Ysaÿe: |
Sónata nr. 3 ópus 27
Ballade |
|
Frekari upplýsingar gefur
Hlíf Sigurjónsdóttir
í síma 863 6805 •
www.HlifSigurjons.is •
HlifSigurjons@HlifSigurjons.is
Hér má nálgast bækling um
tónleikana, texta um tónleikana, tónskáldin
og allar efnisskrár |
Á tónleikum Hlífar Sigurjónsdóttur
fiðluleikara í Húsavíkurkirkju
sunnudaginn 3. febrúar verður frumflutt tónverkið
Að heiman eftir tónskáldið og
Húsvíkinginn Rúnu Ingimundar.
Efniviður tónverksins er fenginn úr fimm
þjóð- og kvæðalögum sem voru
meðal þeirra fjölda laga sem langa-langafi
Rúnu, Benedikt Jónsson á Auðnum
skráði og birtust í
þjóðlagasafni séra Bjarna
Þorsteinssonar á Siglufirði sem kom út
1909.
Að öðrum ólöstuðum má
telja að Benedikt á Auðnum (1846 - 1939)
hafi átt stærstan þátt í
þeim uppgangi tónlistariðkunar sem varð
í Suður Þingeyjarsýslu á
síðari hluta 19. aldar og náði langt
fram á liðna öld. Hann skráði
á annað hundrað þjóðlaga
sem hann sendi séra Bjarna og hann útvegaði
sýslungum sínum hljóðfæri,
nótur og annan fylgibúnað erlendis frá.
Sjálfur lék hann á flautu og hvatti
menn til dáða.
Þessir tónleikar eru þeir þriðju
af sex í tónleikaröð Hlífar til
að minnast og heiðra fiðlu- og tónmenningu
S-Þingeyinga. Önnur verk sem flutt verða eru
Sónata nr. 2 í a moll eftir Johann Sebastian
Bach, Söngur, kafli úr sónötu
eftir bandaríska tónskáldið Merrill
Clark - þar er einnig um frumflutning að
ræða - og Sónötu nr. 3 -
"Ballade" eftir fiðlusnillinginn Eugène Ysaÿe.
Tónleikarnir hefjast klukkan 15:30.
Guðrún Ingimundardóttir
(Rúna Ingimundar) er fædd á
Húsavík og ólst þar upp við
söng og hljóðfæraleik, leiklist og dans.
Hún nam söng, píanóleik og
síðar flautuleik við Tónlistarskólana
á Húsavík og Akureyri. Eftir
stúdentspróf hóf hún nám
á tónfræðibraut
Tónlistarskólans í Reykjavík og
útskrifaðist vorið 1987. Hún lauk
meistaragráðu í tónsmíðum
og tónfræði frá Háskólanum
í Arizona vorið 1990 og doktorsgráðu
í tónsmíðum og
tónlistarmannfræði frá sama
háskóla vorið 2009. Hún
býr á Siglufirði, er tónlistarkennari
og kórstjóri við Tónskóla
Fjallabyggðar og hefur jafnframt verið leiðbeinandi
nemenda í meistaranámi við
Listaháskóla Íslands og
Háskólann á Bifröst.
Rúna hefur mikinn áhuga á íslenskri
þjóðlagatónlist og kvæðamennsku
og leitar oft í þjóðlagaarfinn eftir
innblæstri í tónsmíðar sínar.
Hún stóð fyrir stofnun
Kvæðamannafélags í Fjallabyggð og
stýrði fyrsta Landsmóti Kvæðamanna sem
haldið var á Siglufirði í mars 2012.
Að heiman samið sérstaklega fyrir
þessa tónleikaröð og byggir á
fimm þjóð- og kvæðalögum sem
Benedikt á Auðnum skráði:
Fram á regin fjallaslóð,
Maðurinn sem úti er, Skelfur undir
elfa og grund, Sumarið þegar setur
blítt og Senn er komið sólarlag.
Lögin eru kynnt til sögunnar í sinni
einföldu mynd og síðan er spunnið út
frá hverju lagi - þjóðlagið,
fullkomið í sínum einfaldleika, er stofn
trésins og spuninn eru greinarnar. Allt
tónmálið er byggt á stofninum rétt
eins og hljóðheimur tónskáldsins sem
hvílir á hljómi uppvaxtaráranna á
Húsavík.
Hlíf Sigurjónsdóttir er
fædd í Kaupmannahöfn en ólst upp í
Reykjavík. Hún kom fyrst opinberlega fram 11 ára
gömul er hún lék einleik með
Sinfóníuhljómsveit Íslands.
Hún nam fiðluleik hjá Birni Ólafssyni
konsertmeistara við Tónlistarskólann í
Reykjavík og fór síðar til
framhaldsnáms við Háskólana í
Indiana og Toronto og Listaskólann í Banff og nam
einnig hjá Gerald Beal fiðluleikara í New York
borg. Á námsárum sínum kynntist hún
og vann með mörgum merkustu tónlistarmönnum
tuttugustu aldarinnar, þar á meðal William Primrose,
Zoltan Szekely, György Sebök, Rucciero Ricci og Igor
Oistrach. Hlíf hefur haldið fjölda
einleikstónleika og leikið með
sinfóníuhljómsveitum og kammersveitum
víða um Evrópu, í Bandaríkjunum
og Kanada. Hún hefur frumflutt mörg tónverk
sem samin hafa verið sérstaklega fyrir hana. Hlíf
hefur leikið inn á upptökur fyrir útvarp
og sjónvarp og nokkra geisladiska við
frábæran orðstír, þar á
meðal allar partítur og sónötur fyrir
einleiksfiðlu eftir J.S. Bach.
Nýr geisladiskur Duo Landon, hennar og Martin Frewer,
með íslenskri tónlist hlaut fimm stjörnur
Tónlistargagnrýnanda Morgunblaðsins og gaf
sá diskur, að hans mati, ekki eftir fyrri diski
dúósins frá 2005, sem einnig hlaut
fimm stjörnur með orðunum „Þjóðleg
innlifun á heimsmælikvarða". Hún hlaut
sex mánaða starfslaun listamanna árið 2012.
|
|