Hljóðfæri
Ég leik á fiðlu sem hinn þekkti franski fiðlu- og boga­smið­ur Christ­ophe Landon hefur smíðað.
    Landon býr í New York en ferðast víða um heim og meðal viðskiptavina hans eru meðlimir New York Fíl­harm­on­í­unn­ar og Ber­lín­ar­fíl­harm­on­í­unn­ar.
    Christophe er Ís­lend­ing­um að góðu kunn­ur því hann hefur oft komið hingað til lands og gert við fiðl­ur og boga ís­lenskra hljóð­færa­leik­ara.

Isaac Salchow bogasmiður sér um að halda við fiðlu­bog­um fyrir mig. Hann er þriðji ætt­lið­ur mjög þekktr­ar boga­smiðs­fjöl­skyldu í New York borg og nýt­ur mik­ill­ar virð­ing­ar.
    Hann er Íslands­vin­ur góður, hefur oft komið hingað til að gera við og hára fiðlu­boga fyrir íslenska hljóð­færa­leik­ara.
Nokkrar ljósmyndir af Isaac og Christophe frá heimsókn žeirra til Íslands í febrúar 2005
Þegar hljóðfærasmiðirnir eru hérlendis má ná í þá í íslenska farsímann 865 5465