Um tónverk |
Seiðkonan - The Sorceress Bandaríska tónskáldið og jazzleikarinn Merrill Clark hreifst svo af túlkun minni á einleiksverkum J.S. Bachs í New York borg í janúar 2010 (sjá umsögn hans) að hann hófst strax handa við að semja fyrir mig tónverk. Hann nefndi verkið The Sorceress - Sigurjónsdóttir Sonata og er það í fimm köflum í nýklassískum stíl: Prelude • Song • Fugue • Waltz Scherzo • Ciaconna. Prelúdíuna frumflutti ég á tónleikum í Norræna húsinu haustið 2010 og aðra kafla hennar í röð tónleika í kirkjum Suður-Þingeyjarsýslu veturinn 2012−2013. Merril Clark fæddist árið 1951 í Salt Lake City í Utah í Bandaríkjunum. Hann nam jazzfræði við háskólann í Utah og lauk því námi með hæsta vitnisburði. Einnig hefur hann lagt stund á kvikmyndanám og hljóðfæraleik. Síðan 1979 hefur hann búið í New York borg, leikið á hljóðfæri, kennt og útsett en fyrst og fremst samið tónverk. Hann hefur hlotið virt verðlaun fyrir verk sín sem hafa verið flutt um gervöll Bandaríkin. Þá hefur hann gegnt stjórnunarstöðum í tengslum við jazz-músík og ritað bók um Blues tónlist (Mastering Blues Keyboard). Tónlist Merrils er afar fjölbreytt, einleiksverk , hljómsveitarverk og söngleikir, fyrir venjuleg sem og rafmagnshljóðfæri. Vetrartré góð tré sorgmædd tré óð tré þögul . . . Jónas Tómasson samdi Vetrartré fyrir mig vorið 1983, en þá hafði ég kennt tvo vetur á Ísafirði. Síðari veturinn hafði verið með afbrigðum snjóþungur og þegar ég kvaddi Ísafjörð í júní með Vetrartrén í farteskinu voru enn fannir í garðinum hjá Jónasi og Siggu og var Jónas að hlúa að trjám og saga greinar sem brotnað höfðu undan fargi vetrarins. H.S. Um Vetrartré segir John D. White í riti um nýja norræna tónlist: During the winter of 1982−83 Jónas composed an extended work for solo violin entitled Vetrartré (Winter Trees). Intended for the violinist Hlíf Sigurjónsdóttir, it is vaguely programmatic as the titles of the four movements indicate: Good Trees, Sad Trees, Crazy Trees and Silent... It is a virtuosic work which the violinist, in addition to having an abundance of rich melodic material, is also called upon to utilize many contemporary string techniques such as snap pizzicati, pizzicati glissandi, sul ponticello, harmonics, etc Sad Trees is clearly an elegy, Crazy Trees is angular and unpredictable and Silence... is a kind of contradiction, for it is a slow movement with no rests at all− it contains no silence. A uniquely dramatic piece of descriptive music, Vetrartré is one of Jónas’ best works. Feitletrun mín. New Music of the Nordic Countries, several
authors ISBN 1-57647-019-9
Jónas Tómasson stundaði tónlistarnám við Tónlistarskólann í Reykjavík, m.a. hjá þeim Jóni Þórarinssyni og Þorkatli Sigurbjörnssyni, en hélt síðan til framhaldsnáms í Amsterdam þar sem hann sótti tíma hjá Ton de Leeuw, Léon Orthel og Jos Kunst árin 1969-1972. Á þessum umbrotatímum hafði Amsterdam mikið aðdráttarafl fyrir unga listamenn frá öllum heimshornum, m.a. var þar miðstöð nokkurra framsækinna myndlistarmanna sem stofnuðu SÚM-hópinn. Jónas varð fljótt virkur SÚM-ari og konseptlistin, sem hópurinn aðhylltist, hafði mikil áhrif á list hans. Jónas fluttist til Íslands árið 1973 og settist að á Ísafirði, þar sem hann hefur að mestu dvalið síðan. Þar hefur hann látið að sér kveða á ýmsum sviðum tónlistarlífsins, m.a. sem kennari í tónfræðigreinum og flautuleik, sem flautuleikari og kórstjóri og um áratuga skeið hefur hann haft umsjón með tónleikahaldi fyrir Tónlistarfélag Ísafjarðar. Tónsmíðarnar hafa þó ævinlega átt hug hans allan og síðustu árin hefur hann helgað sig þeim eingöngu. Jónas er afar mikilvirkt tónskáld og eftir hann liggur fjöldi verka af ólíkum toga. Hann hefur samið fjölmörg hljómsveitarverk og á síðustu árum hefur hann m.a. samið átta Sinfóníettur þar sem hann kannar hljóðheim sinfóníuhljómsveitarinnar með mismunandi hljóðfæraskipan. Eftir hann liggja einnig nokkrir konsertar, m.a. fyrir orgel, víólu, píanó, tvö píanó og sinfóníuhljómsveit. Kórverk, ekki síst kirkjuleg, skipa stóran sess í tónverkasafni Jónasar, má þar nefna Missa Tibi Laus, Lúkasaróratóríu, Missa brevis og Söngva til jarðarinnar. Þá hefur hann samið fjöldann allan af kammerverkum fyrir ólíkar og oft frumlegar samsetningar hljóðfæra. Loks hefur Jónas samið fjölda einleiks- og einsöngsverka fyrir ýmis hljóðfæri, oft að beiðni einstakra flytjenda. Verk Jónasar hafa verið flutt af mörgum fremstu tónlistarmönnum hér á landi, t.d. hefur Sinfóníuhljómsveit Íslands margsinnis flutt sinfónísk verk hans og konserta. Kammersveit Reykjavíkur, Caput-tónlistarhópurinn, kammerhópurinn Ýmir, Mótettukór Hallgrímskirkju og fjölmargir aðrir minni tónlistarhópar hafa haft verk hans á efnisskránni og flutt þau víða um heim. Upptökur hafa verið gerðar af fjölda verka Jónasar og mörg þeirra hafa einnig komið út á geisladiskum. Íslensk Tónverkamiðstöð gaf út geisladiskinn Portrait með tónlist hans og geisladiskurinn Dýrð Krists inniheldur samnefnt verk Jónasar fyrir orgel. Jónas hefur nokkrum sinnum hlotið starfslaun listamanna og árið 2000 var hann útnefndur fyrsti bæjarlistamaður Ísafjarðarbæjar. (2016) Sjá einnig enska lýsingu - sjá einnig tóndæmi Hugleiðing Að loknu námi við Tónlistarskólann í Reykjavík hélt Karólína Eiríksdóttir til Bandaríkjanna og nam við Háskólann í Michigan. Hún lauk meistaraprófi í tónlistarsögu og -rannsóknum árið 1976 og meistaraprófi í tónsmíðum tveimur árum síðar. Hún starfar sem tónskáld og kennir við Tónlistarskólann í Reykjavík. Tónverk Karólínu hafa verið flutt hér heima og víðsvegar erlendis m.a. á Norrænum tónlistarhátíðum, í París, London, Glasgow, Tokyo, Vínarborg, Bandaríkjunum, Þýskalandi og á Spáni. Karólína skrifaði verkið Hugleiðing fyrir einleiksfiðlu fyrir mig árið 1996 og frumflutti ég það í júní 1997. Hún segir: Verkið er í einum kafla og er byggt á hugmyndum sem þróast áfram og birtast í ýmsum myndum, eins konar tilbrigði án stefs. Kuríe Hróðmar Ingi Sigurbjörnsson stundaði framhaldsnám í tónsmíðum við Tónlistarháskólann í Utrecht í Hollandi undir leiðsögn hollenska tónskáldsins Joep Straesser. Hann starfar nú sem tónskáld í Reykjavík og kennir tónsmíðar og tónfræðagreinar við Tónlistardeild Listaháskóla Íslands. Hann hefur samið kammer- hljómsveitar- og kórverk, ásamt tónlist fyrir kvikmyndir, sjónvarp og leikhús. Hróðmar samdi Kuríe að ósk minni sérstaklega fyrir þessa tónleikaröð. Hann segir: Verkið samdi ég fyrir Hlíf Sigurjónsdóttur síðastliðið sumar og byggi á hugmyndum úr Kyrie kafla Skálholtsmessu minni frá árinu 2000. Það er hugsað sem hluti af röð einleiksverka þar sem unnið er markvisst með andstæður í stíl og efnistökum. Í Kuríe er efni upphaflega kaflans skrifað upp á nýtt fyrir einleiksfiðlu, gegn því er upphafshljómi kaflans teflt og hann skoðaður frá ýmsum hliðum. Formið er skírt og klárt rondóform með inngangi: Teneramente poco rubato • Marcato, molto ritmico • Kuríe • Marcato, molto ritmico • Kriste • Marcato, molto ritmico" Að heiman − Þingeysk þjóðlög í léttum leik Rúna Ingimundar er fædd á Húsavík og ólst upp við söng og hljóðfæraleik, leiklist og dans. Hún nam söng, píanóleik og síðar flautuleik við Tónlistarskólana á Húsavík og Akureyri. Eftir stúdentspróf hóf hún nám á tónfræðibraut Tónlistarskólans í Reykjavík og útskrifaðist þaðan vorið 1987. Hún lauk meistaragráðu í tónsmíðum og tónfræði frá Háskólanum í Arizona vorið 1990 og doktorsgráðu í tónsmíðum og tónlistarmannfræði frá sama háskóla vorið 2009. Hún starfar nú sem tónlistarkennari og kórstjóri við Tónskóla Fjallabyggðar og hefur jafnframt verið leiðbeinandi nemenda í meistaranámi við Listaháskólann og Háskólann á Bifröst. Rúna er mikil áhugakona um íslenska þjóðlagatónlist og kvæðamennsku, stóð fyrir stofnun Kvæðamannafélags í Fjallabyggð og stýrði fyrsta Landsmóti Kvæðamanna sem haldið var á Siglufirði í mars 2012. Hún leitar í íslenskan þjóðlagaarf eftir innblæstri í tónsmíðar sínar og er Að heiman samið sérstaklega fyrir þessa tónleikaröð og byggir á fimm þjóð- og kvæðalögum sem Benedikt á Auðnum skráði og sendi Séra Bjarna Þorsteinssyni og birtust í Þjóðlagasafni hans. Lögin eru Fram á regin fjallaslóð, Maðurinn sem úti er, Skelfur undir elfa og grund, Sumarið þegar setur blítt og Senn er komið sólarlag. Lögin eru kynnt til sögunnar í sinni einföldu mynd og síðan er spunnið út frá hverju lagi - þjóðlagið, fullkomið í sínum einfaldleika, er stofn trésins og spuninn eru greinarnar. Allt tónmálið er byggt á stofninum rétt eins og hljóðheimur tónskáldsins sem hvílir á hljómi uppvaxtaráranna á Húsavík. Hjemmefra Rúna Ingimundar Rúna Ingimundar er født i den nordislandske by Húsavík i et musikalsk miljø hvor hun både fik undervisning i sang og lærte at spille klaver og fljøjte. Efter studentereksamen blev hun optaget på musikkonservatoriet i Reykjavík, hvorfra hun tog afgangseksamen 1987. Hun fortsatte sine studier ved Universitet i Arizona hvor hun i 1990 fik en M.A. i komposition og musikteori og doktorgrad i komposition og musikatropologi fra samme Universitet i 2009. I dag er hun musiklærer og korleder på Nordisland og vejleder elever i M.A. studier ved Islands Kunstakademi (Iceland Academy of the Arts) og Universitetet Bifröst. Rúna er meget interesseret i islandsk folkemusik og søger inspiration til sine kompositioner i den islandske musikarv. Dette præger hendes musik og er tydelig i de værker der her bliver spillet. Først bliver folkemelodien præsenteret i sin oprindelige form, hvorefter Rúna skaber en komposition, der udspringer fra enkelte strofer og som er i samklang med de musikalske oplevelser hun havde i sin opvækst i Húsavík. Tilbrigði við Victimae paschali laudes eftir Alfred Felder, 1987 Alfred Felder fæddist í Lucerne í Sviss árið 1950, stundaði nám í sellóleik og tónsmíðum við tónlistarskólann þar og lauk kennaraprófi í sellóleik. Þaðan hélt hann til náms í Austurríki og lauk einleikaraprófi frá Mozarteum háskólanum í Salzburg. Sem tónskáld hefur Alfred Felder reynt að nálgast gamlar hefðir sem felast í nánu samstarfi tónskálds og hljóðfæraleikara. Reynsla hans sem sellóleikari hefur veitt honum visst listrænt frelsi við tónsmíðar sínar og gert honum kleift að tjá sig á persónulegan hátt um leið og hann styðst við hefðbundnar aðferðir. Hann hefur samið verk fyrir fjölbreytilega hljóðfæraskipan, einleiksverk, kammerverk frá dúó til oktetts, konserta, þar á meðal tvöfaldan konsert (fyrir fiðlu, selló og hljómsveit), einsöngvara og kóra. Fyrir utan Sviss hafa verk hans verið flutt á hátíðum t.d. í Tókíó, Suður Afríku, Bandaríkjunum og Rússlandi. Tónverk hans eru gefin út á hljómplötum og geisladiskum hjá fyrirtækjum á borð við VDE Gallo, Swiss Pan, Centaur Records, Swiss Music Edition SME, KaNo Musikverlag og Gilgenreinerverlag. Hann hefur ánafnað Borgarbókasafninu í Zürich öll handrit sín. "Ég kynntist Alfred Felder gegnum sameiginlega vini og kollega úr Kammersveitinni í Zürich í Sviss árið 1987. Hann samdi Tilbrigði við Victimae paschali laudes þá um haustið og sendi mér, en ég var komin heim til Íslands. Ég frumflutti verkið í Norræna húsinu vorið eftir. Alfred skrifar sjálfur um verkið: Hljóm- og blæbrigðatilbrigði samin við gregoríska páskasálminn Victimae paschali laudes. Fyrir mér tákna páskarnir: þjáningu, dauða, sorg, upprisu og gleði. Einmitt þessa stemningu - skapbrigði frá sorg til gleði - langaði mig til að fanga í þessu verki. Íslensk tónverk fyrir tvær fiðlur Forsaga: Er við Hjörleifur Valsson hófum að leika saman undir nafninu Duo Landon og gáfum út geisladiskinn 44 Dúó eftir Béla Bartók, kom í ljós að engin konsertverk voru til fyrir tvær fiðlur eftir íslensk tónskáld, en þessi hljóðfæraskipan er vinsæl á meginlandi Evrópu og mörg tónskáld hafa samið öndvegis verk fyrir þessi hljóðfæri. Við fengum því þrjú íslensk tónskáld til að semja fyrir okkur hvert sitt tónverk fyrir tvær fiðlur:
|