Hlíf Sigurjónsdóttir fiðluleikari
á döfinni:



  St. Verena kapellan
Einleikstónleikar

St. Verena kapellan í Zug, Sviss
Sunnudaginn 15. júní 2025 kl. 17:00

J.S. Bach
1685−1750
Sónata III í C dúr, BWV 1005
adagio • fuga • largo • allegro assai

Alexander Liebermann
f. 1989
Snót
samið 2018 fyrir Hlíf við samnefnda högg­mynd eftir Sigurjón Ólafsson
J.S. Bach Partíta III í E dúr, BWV 1006
preludio • loure • gavotte en rondeau • minuet I • minuet II − minuet I da capo • bourée • gigue



  Saint-Simon kirkjan
Salon tónleikar

Hlíf Sigurjónsdóttir fiðluleikari og
Carl Philippe Gionet píanóleikari


Kaþólska kirkjan í Saint-Simon, N.B. Kanada
− Église catholique Saint-Simon −
Mánudaginn 11. ágúst 2025

Efnisskrá með sívinsælli „salon“ tón­list nokk­urra þekktustu tón­skálda fyrri alda. Má þar nefna Arc­angelo Cor­elli, Nic­colo Pagan­ini, Hen­ryk Wieni­awski, Fritz Kreisl­er, Ed­ward Elgar og Þórar­in Guð­munds­son. Yngst­ur tón­skáld­anna er Þór­ar­inn Jóns­son, en hann var fædd­ur alda­móta­árið 1900.


allemanda • corrende • sarabanda • giga • ciaccona

Bitter Monk
The Alchemist − frumflutningur
Bitter Monk, Brooklyn
vormánuðir 2025

The Alchemist, ein­leiks­verk fyrir fiðlu eftir banda­ríska tón­skáld­ið Merrill Clark, er til­eink­að Ekt­oras Bin­ikos kokk­teil­meist­ara og video­lista­manni. Ekt­oras hef­ur tvinn­að þessi sér­svið sín við tón­list með því, ann­ars veg­ar, að blanda kok­kteila und­ir áhrif­um tón­­list­ar J.S. Bach (sjá hér) og hins veg­ar með að skapa video­verk við tón­flutn­ing, eins og sjá má á upp­töku frá Myrk­um músík­dög­um 2016 þar sem Hlíf flytur Seið­kon­una, sónötu eftir Merrill Clark.