Hlíf Sigurjónsdóttir fiðluleikari á döfinni: | |
| |
![]() ![]() |
Einleikstónleikar St. Verena kapellan í Zug, Sviss Sunnudaginn 15. júní 2025 kl. 17:00 |
| |
![]() ![]() |
Salon tónleikar Hlíf Sigurjónsdóttir fiðluleikari og Carl Philippe Gionet píanóleikari Kaþólska kirkjan í Saint-Simon, N.B. Kanada − Église catholique Saint-Simon − Mánudaginn 11. ágúst 2025 Efnisskrá með sívinsælli salon tónlist nokkurra þekktustu tónskálda fyrri alda. Má þar nefna Arcangelo Corelli, Niccolo Paganini, Henryk Wieniawski, Fritz Kreisler, Edward Elgar og Þórarin Guðmundsson. Yngstur tónskáldanna er Þórarinn Jónsson, en hann var fæddur aldamótaárið 1900. |
| |
allemanda • corrende • sarabanda • giga • ciaccona ![]() |
The Alchemist − frumflutningur Bitter Monk, Brooklyn vormánuðir 2025 The Alchemist, einleiksverk fyrir fiðlu eftir bandaríska tónskáldið Merrill Clark, er tileinkað Ektoras Binikos kokkteilmeistara og videolistamanni. Ektoras hefur tvinnað þessi sérsvið sín við tónlist með því, annars vegar, að blanda kokkteila undir áhrifum tónlistar J.S. Bach (sjá hér) og hins vegar með að skapa videoverk við tónflutning, eins og sjá má á upptöku frá Myrkum músíkdögum 2016 þar sem Hlíf flytur Seiðkonuna, sónötu eftir Merrill Clark. |
|