Duo Landon
Hlíf Sigurjónsdóttir og Martin Frewer

Hlíf Sigurjónsdóttir er fædd í Kaupmanna­höfn en ólst upp í Reykja­vík. Hún nam fiðluleik hjá Birni Ólafs­syni konsert­meistara við Tón­listar­skól­ann í Reykja­vík og fór síðar til fram­halds­náms við Há­skól­ana í Indiana og Toronto og Lista­há­skól­ann í Banff og nam einnig hjá Gerald Beal fiðlu­leikara í New York borg.
Martin Frewer útskrifaðist sem stærðfræðingur frá Oxford Uni­versity en jafn­hliða stærð­fræði­nám­inu sótti hann einka­tíma hjá fiðlu­kenn­ar­anum Yfrah Neaman og hélt áfram fiðlu­námi við Guild­hall School of Music & Drama í London hjá Yfrah Neaman. Þá lærði hann einnig á víólu hjá Nannie Jaimeson. Árið 1983 fluttist Martin til Íslands til að leika með Sin­fón­íu­hljóms­veit­inni hér.
    Um aldamótin tók hann sér leyfi í hálft þriðja ár og vann þá sem hug­bún­aðarhönn­uð­ur. Núna starfar hann bæði við hug­bún­aðar­gerð hjá há­tækni­fyrir­tæk­inu Völku og sem hljóð­færa­leik­ari.
    Hann spilar með Biber trí­óinu, Sardas kvart­ett­inum, Árs­tíða­kvart­ett­inum, Bach­sveit­inni í Skál­holti og ýmsum kammer­sveit­um og hóp­um auk Sin­fón­íu­hljóm­sveit­ar Ís­lands.
(2016)

Dúó Landon varð til þegar hinn þekkti fiðlu- og boga­smiður Christophe Landon bað þau Hlíf og Hjör­leif Vals­son, sem bæði leika á fiðlur hans, að leika 44 Dúó eftir Béla Bartók inn á geisla­disk. Diskur­inn var gefinn út hér á landi, en megin­til­gang­ur Christ­ophe var að nota hann til kynn­ing­ar á hljóð­fær­um sín­um.
    Tón­listar­gagn­rýn­andi Morgun­blaðs­ins gaf þess­um disk fimm stjörn­ur með orðun­um „Þjóðleg inn­lif­un á heims­mæli­kvarða“.
    Næsti diskur dúósins, Íslensk fiðlu­dúó, sem kom út hjá MSRClassics árið 2012, hlaut ekki minna lof gagn­rýn­enda.
    Martin Frewer, sem einnig leik­ur á Landon fiðlu, tók við af Hjör­leifi að leika í Dúóinu árið 2009.

    Christophe Landon býr í New York en ferðast víða um heim og meðal við­skipta­vina hans eru með­limir New York Fíl­harm­on­í­unn­ar og Berlínar­fílharm­on­í­unn­ar.

Geisladiskar Duo Landon