Hlíf Sigurjónsdóttir fiðluleikari
Útgefnir geisladiskar

Framhlið disksins Bakhlið disksins
MS 1605, 2015
Johann Sebastian BACH
Partítur og Sónötur eftir J.S. Bach á tveimur geisladiskum í flutningi Hlífar Sigurjónsdóttur
Áður gefinn út 2008 (HBS03) Lengd: 66 og 73 mínútur
Tekið var upp í Reykholtskirkju í Borgarfirði
Upptaka: Sveinn Kjartansson
Útgefandi og dreifing: MSR Classics í Bandaríkjunum
Einnig fáanlegt hjá: Amazon
Sýnishorn: Gavotte en Rondo úr Partítu III í dúr



Erlendir dómar um diskinn:

Framhlið disksins Bakhlið disksins
MS 1551, 2014
DIALOGUS
Einleiksverk á fiðlu í flutningi Hlífar Sigurjónsdóttur eftir Jónas Tómasson, Rúnu Ingimundar, Karólínu Eiríksdóttur, Hróðmar Inga Sigurbjörnsson, Alfred Felder og Merrill Clark.
Lengd: 79 mínútur
Tekið var upp í Reykholtskirkju og sá Sveinn Kjartansson um upptökuna.
Útgefandi og dreifing: MSR Classics í Bandaríkjunum
Einnig fáanlegt hjá: Amazon
Sýnishorn: Kurìe eftir Hróðmar Inga Sigurbjörnsson

Hvað gerist milli tónskálds og hljóðfæraleikara sem þekkjast?
Á þessum nýja diski má heyra afrakstur samtals, vináttu, gagnkvæmrar virðingar og hrifningar milli skapandi listamanns og túlkandi. Hlíf Sigurjónsdóttir leikur tónverk sem vinir hennar og kunningjar − allt starfandi tónskáld − hafa samið fyrir hana. Þau eru: Vetrartré eftir Jónas Tómasson frá 1983, Að heiman eftir Rúnu Ingimundar (2012), Hugleiðing eftir Karólínu Eiríksdóttur (1996), Kurìe eftir Hróðmar Inga Sigurbjörnsson (2012), Tilbrigði við Victimae Paschali Laudes eftir Svisslendinginn Alfred Felder (1987) og sónatan Seiðkonan eftir Bandaríkjamanninn Merrill Clark frá 2010.
Tilvitnun:
„I listened to the master, and fell under a magic spell. I was sorry when it was over. Really, I was taken somewhere“
Robert LaPorta forstjóri MSRClassics.
Erlendir dómar um diskinn:

Framhlið disksins Bakhlið disksins
MS 1449, 2012
Íslensk fiðludúó eftir Elías Davíðsson, Þorkel Sigurbjörnsson, Finn Torfa Stefánsson, Hildigunni Rúnarsdóttur, Jónas Tómasson og Atla Heimi Sveinsson í flutningi Duo Landon: Hlífar Sigurjónsdóttur og Martin Frewer.
Lengd: 61 mínútur
Útgefandi og dreifing: MSR Classics í Bandaríkjunum
Einnig fáanlegt hjá: Arkivmusic.com


Í framhaldi af frábærum viðtökum fyrri disks Duo Landon var hafin leit að tónverkum fyrir tvær fiðlur eftir íslensk tónskáld, en þessi hljóðfæraskipan er vinsæl á meginlandi Evrópu og mörg tónskáld hafa samið öndvegis verk fyrir hana. Aðeins fundust tónverk þriggja tónskálda fyrir þessa skipan, þeirra Þorkels, Elíasar og Finns Torfa. Duo Landon bað því þrjú íslensk tónskáld, Hildigunni Rúnarsdóttur, Atla Heimi Sveinsson og Jónas Tómasson að semja hvert sitt tónverk og urðu þau góðfúslega við því. Á þessum diski eru öll þessi tónverk og hefur ekkert þeirra verið gefið út á hljómdiski áður.

Innlend gagnrýni:
Landondúóið varð til fyrir aðkomu fiðlusmiðsins Christophes Landons árið 2005. Heldur óvenjulegri sköpunarsaga fyrir kammerhóp en gengur og gerist. En þótt plötuferill dúósins sé enn ekki víðtækur, þá leiddi hann af sér magnaðan hljómdisk þegar ári síðar er „Mikrokosmos fiðluleikara“, 44 fiðludúó Bartóks, kom út.
    Sá diskur dró til sín fimm stjörnur (Mbl. 7.1.2006); vísast í þeirri fordómavissu að væri óendurtakanlegt afrek.
úr þeim dómi: Túlkunin er ekki aðeins fáguð og músíkölsk fram í fingurgóma, heldur einnig svo stílrænt innlifuð að halda mætti að lífstíðarstúdía á bálkinum lægi að baki. . . . varla má finna snöggan blett. Þvert á móti verkar túlkunin innblásin nánast út í gegn, gædd sveiflu, snerpu, húmor og ljóðrænni andagift í seiðmögnuðu rótarsambandi við raddir þjóðanna - og skartar yndislega svífandi sléttum tóni einmitt þar sem helzt á við
    En þar skjátlaðist mér. Því þó að þessi diskur bjóði að vísu ekki upp á jafnheildstæða meistarasmíð hvað tónverkin varðar og frá penna Bartóks, enda eiga sex innbyrðis gjörólíkir höfundar í hlut og verkin af ólíku tilefni, þá reyndist meðferð þeirra Hlífar og Martins (er leyst hefur Hjörleif Valsson af hólmi) engu síðri en í fyrra tilvikinu!
    Fyrir íslenzka hlustendur er ekki sízt forvitnilegt að skoða sérkenni höfunda í jafngegnsærri grein og tveggja fiðlna, einkum í lengri verkunum. Kemur þar margt á óvart, og tónmálsramminn er sömuleiðis afar víður - allt frá ljúfum barnagælum og glettnum prakkarastrikum í harðvítug átök og framsæknar tilraunir.
Morgunblaðið 20. desember 2012
Ríkarður Örn Pálsson.

Erlendir tónlistargagnrýnendur segja:
"I loved the clarity of the sound on this disc and I recommend it to lovers of folk music and nature lovers who, like me, have enjoyed a visit to that fascinating island in the far north."
Maria Nockin, Fanfare [Issue 37:1, Sept/Oct 2013]

".. and find Porkell Sigurbjörnsson’s settings of Icelandic folk songs beautiful and evocative. Each very short piece captures the spirit of its title, particularly ‘Homeless in the Wilderness’, ‘Fall is Near’, and ‘Evening’; and the writing for two violins is wonderfully idiomatic. Sigurbjörnsson wrote these for his violin-playing granddaughters... There is a lot of creative and expressive music making here."
AMERICAN RECORD GUIDE SEPTEMBER/OCTOBER 2013

Í júlí 2013 var diskurinn valinn á lista CD HotList (Rick's Pick) í klassíska geiranum. Þar segir m.a. „Duo Landon (violinists Hlíf Sigurjónsdottir and Martin Frewer) play brilliantly and sensitively throughout“

Framhlið disksins Bakhlið disksins
MS 1401, 2012
Endurútgefinn geisladiskur með 44 verkum eftir Béla Bartók í flutningi Dúó Landon, Hlífar og Hjörleifs Valssonar: HBS02.
Lengd: 50 mínútur
Útgefandi og dreifing: MSR Classics í Bandaríkjunum
Einnig fáanlegt hjá: Arkivmusic.com


„Hlíf og Hjörleifur eru fínir listamenn og leika með sterkri tilfinningu og af mikilli nákvæmni. Áhersla þeirra fyrir smáatriðum vekur athygli hlustanda á takmarkalausu ímyndunarafli tónskáldsins og getu hans til að semja verk í sögulegum stíl þjóðarbrota mið- og austur-Evrópu. Diskurinn var hljóðritaður árið 2005 og hljómurinn er mikill og þéttur. Styrkleikasvið hans er vítt og er þetta því fínn diskur fyrir þá sem eru með góð hljóð kerfi og þurfa ekki að hafa áhyggjur af nágrönnunum. Það er mikils virði að heyra verkin leikin í þeirri röð sem tónskáldið þeim. . . Sérstaklega held ég upp á hvernig þau túlka hinar fjórar mismunandi nýárskveðjur... Hlíf og Hjörleifur spila þau frábærlega.“
    Maria Nockin, Fanfare september/október 2012

Dómurinn um diskinn í Fanfare tímaritinu

Úr dómi Útvarpsstöðvarinnar WHQR 91.3 FM 27. apríl 2012:
„Despite the short length of each piece the musical themes are clearly attainable to the listener through Duo Landon's precise articulations and attention to expressive detail. Between the two violinists there is an impressive balance between the performances of the basic and more difficult pieces leaving the listener with a sense of ease and satisfaction. Listeners looking for a variety of musical styles and techniques will thoroughly enjoy Duo Landon's interpretation of Béla Bartók's 44 Duos for 2 Violins.“

Dómur WHQR 91.3 FM í heild

Framhlið disksins Bakhlið disksins
HBS04, 2010
Kynningardiskur í takmörkuðu upplagi, gerður í tengslum við einleikstónleika í New York 11. janúar 2010
Lengd: 18 mínútur
Útgefandi: Hlíf Sigurjónsdóttir
Takmarkað upplag. Verð 1000 kr. Hægt er að panta diskinn hjá mér
Hér má lesa um Vertratré
Bæklingur á pdf formi

Framhlið disksins Bakhlið disksins
HBS 03, 2008
Tvöfaldur geisladiskur með öllum partítum og sónötum fyrir einleiksfiðlu eftir J.S. Bach í flutningi Hlífar.
Lengd: 139 mínútur
Útgefandi: Hlíf Sigurjónsdóttir
Uppseldur og endurútgefinn

Bæklingur á pdf formi

„Einleiksverk þessi hafa fylgt mér allar götur frá námsárum mínum hjá Birni heitnum Ólafssyni konsertmeistara, en ég var svo lánsöm að stunda nám hjá þessum frábæra tónlistarmanni. Björn áleit sónötur og partítur Bachs biblíu fiðluleikarans og mér eru þessi verk mjög hugstæð. Lærimeistari Björns var fiðluleikarinn Adolf Busch. Síðasti kennari minn Gerald Beal, sem numið hafði hjá Jascha Heifetz, opnaði nýjar leiðir að þessum tónsmíðum með frumlegum tæknilegum lausnum og skírri músikalskri nálgun.“
júní 2008 - Hlíf Sigurjónsdóttir

Dómurinn um diskinn í Classical Net 2010

Framhlið disksins Bakhlið disksins
HBS 02, 2005
Geisladiskur með 44 verkum eftir Béla Bartók í flutningi Dúó Landon, Hlífar Sigurjónsdóttur og Hjörleifs Valssonar
Lengd: 50 mínútur
Útgefandi: Hlíf Sigurjónsdóttir
Þessi diskur er uppseldur, en sjá nýja útgáfu


Úr umsögn Ríkarðar Arnar Pálssonar í Lesbók Morgunblaðsins 7. janúar 2006, en þar fékk diskurinn 5 stjörnur.
Þjóðleg innlifun á heimsmælikvarða
Það má alveg segja það strax: Af þeim um það bil fimmtán íslenzku hljómdiskum sem rötuðu á mitt borð þessa jólavertíð hafði sá síðasti í tímaröðinni ótvírætt vinninginn hvað varðar varanlegan hlustvænleika. Því hin 44 stuttu fiðludúó Bartóks í óvænt meistaralegri túlkun Duos Landon (kennt við fransk-bandaríska fiðlusmiðinn Christophe Landon) eru líkleg til að endast þessum hlustanda um mörg ókomin ár. Jafnt til uppörvunar sem íhugunar á kyrrðarstundum.
    „Óvænt“ gildir reyndar aðeins um þá sem heyrðu ekki dúóið leika þessar bráðskemmtilegu smáperlur í Sigurjónssafni sl. júlí. Enda tókust tónleikarnir frábærlega vel, og hljómdiskurinn, sem tekinn var upp á sama stað mánuði síðar og hér er til umræðu, stenzt jafnvel fyllstu væntingar með glans. Túlkunin er ekki aðeins fáguð og músíkölsk fram í fingurgóma, heldur einnig svo stílrænt innlifuð að halda mætti að lífstíðarstúdía á bálkinum lægi að baki - ef ekki ótal könnunarferðalög um þjóðlagaslóðir Balkanlanda í þokkabót.
---
    Innspilunin var pöntuð af ofangreindum Christophe Landon þegar hann heimsótti Ísland í fyrra og er einkum ætluð til dreifingar erlendis. Ekki verður annað heyrt en að Landon hafi uppskorið ríkulega fyrir það sem til var sáð, því varla má finna snöggan blett. Þvert á móti verkar túlkunin innblásin nánast út í gegn, gædd sveiflu, snerpu, húmor og ljóðrænni andagift í seiðmögnuðu rótarsambandi við raddir þjóðanna - og skartar yndislega svífandi sléttum tóni einmitt þar sem helzt á við. Að auki heyrist manni upptaka Sveins Kjartanssonar hafa heppnazt mjög vel.
Umsögn Cecelia Porter Tónlistargagnrýnandi the Washington Post
Nýr geisladiskur með upptökum á „44 dúettum" eftir Béla Bartók er til fyrirmyndar. Undantekningarlaust tekst hljóðfæraleikurunum að fylgja eftir takmarkalausu hugmyndaflugi tónskáldsins, þar sem hann brýtur til mergjar ýmis söguleg stílbrigði ungverskrar og miðevrópskrar tónlistar. Sérstaklega ánægjulegt er að heyra hvernig kröftug hrynjandin í tónlist Bartóks er gerð áheyrileg, en til þess þarf nákvæma hljóðmyndun, skíra útlistun tónhendinga og meðvitund um innri takt tónlistarinnar.
    Með fjörlegum leik sínum tekst flytjendum að draga fram undursamlega fjölbreytnina í stílbrigðum Bartóks. Öllu er hér til haga haldið, þunglyndislegum þjóðvísum, gáskafullum dönsum, bernskum milliköflum (sem árétta kennslufræðileg markmið tónlistarinnar), þokkafullum hljóðlíkingum og spunanum sem er innbyggður í tónlistina alla.
    Dúettarnir eru eins konar tónlistarlegar öreindir, en bera vott um tónlistarlegt hugarfar sem er ríkulegt, djúpstætt og langvarandi. Þessi upptaka ætti að vera efst á lista yfir geisladiska ársins 2006 og til framtíðar.    - þýðing Aðalsteinn Ingólfsson 19.03.2006